Í Morgunblaðinu í gær segir að Gildi lífeyrissjóður hafi ákveðið 10% lækkun launa hjá stjórnarmönnum sjóðsins og æðstu stjórnendum frá næstu áramótum. Munu fleiri sjóðir ætla að gera það sama. Kemur fram að forstjórar stærstu lífeyrissjóðanna hafi verið með 20 til 30 milljónir króna í árslaun. Hæstur var forstjóri Lífeyrissjóðs verslunarmanna með tæpar 30 milljónir króna og næstur forstjóri Gildis með 21,5 milljónir króna.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst