Unnur Brá Konráðsdóttir lagði fram fyrirspurn til Kristjáns L. Möller, samgönguráðherra á dögunum um Landeyjahöfn. Unnur spurði m.a. út í ferðaáætlun og gjaldskrá Herjólfs í Landeyjahöfn en Kristján segir í svari sínu að líklega verði gerðar breytingar á ferðafjölda frá upphaflegri áætlun. Hið opinbera er í viðræðum við Eimskip um rekstur Herjólfs en ekki er hægt að leggja fram ferðaáætlun né gjaldskrá fyrr en þeim viðræðum er lokið. Svör ráðherra og spurningarnar má lesa hér að neðan.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst