Lionsmenn tóku til hendinni við sólpallinn við Sambýlið um helgina. Félagarnir stækkuðu pallinn og lagfærðu þannig að hægt sé að koma fyrir heitum potti, sem Sambýlið fékk að gjöf á dögunum en hann var keyptur fyrir ágóðann á árlegu golfmóti Ufsaskalla. Lionsmenn gáfu einnig góða gjöf til Heilbrigðisstofnunarinnar í Vestmannaeyjum.