�?rjú uppsjávarveiðiskip frá Vestmannaeyjum, Heimaey VE-1, Huginn VE-55 og Ísleifur VE-63, fóru á föstudaginn til tilraunaveiða á Reykjaneshryggnum. Vonast var til að þarna myndu finnst tegundir eins og gulldepla og laxasíld. Leiðangurinn var farinn í samvinnu við Hafrannsóknastofnun. Páll Guðmundsson, framkvæmdastjóri Hugins VE-55, átti hugmyndina að leiðangrinum. ,,�?að hefur lítið gerst fram að þessu, sem er frekar svekkjandi. Samkvæmt mælingum átti að vera lóð þarna en það er ekkert að finna. �?g veit ekki hvort það sé árstíðin eða hvað. Nú þurfum við bara að skoða hvað við gerum í framhaldinu�?�, sagði Páll �?ór þegar Eyjafréttir höfðu samband á mánudaginn. Páll sagði skipinn líklegast fara að sigla heima á leið á í dag eða á morgun.