Makrílvertíðin þetta árið er að renna sitt skeið og hefur gengið nokkuð vel þó veðrið í sumar hafi sett strik í reikninginn. Samanlagður kvóti Eyjaskipa í makríl er tæp 34.000 tonn og eru aðeins nokkur þúsund tonn eftir. Talsvert af síld hefur komið með makrílnum og taka nú síldveiðar við. Mikil vinna hefur verið við vinnslu á makríl í sumar, mest í Vinnslustöðinni og Ísfélaginu en líka í Godthaab. Nú taka við veiðar á norsk-íslensku síldinni.