Ef ekki á að stofna loðnustofninum í hættu þurfa veiðar úr honum að vera undantekning en ekki regla á næstu árum. Þetta er mat Ólafs Karvels Pálssonar, fiskifræðings hjá Hafrannsóknarstofnun. Fyrir um áratug fór loðnan að haga sér á annan hátt en áður. Ólafur Karvel hefur unnið að vistfræðirannsókn á loðnu frá 2006. Loðnan er mikilvægt fóður fyrir þorsk og fái hann ekki næga loðnu vex hann ekki sem skyldi, segir Ólafur.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst