Nú er unnið að því að setja upp leikritið Fullkomið brúðkaup, eftir Robin Hawdon, hjá Leikfélagi Vestmannaeyja. Leikfélag Akureyrar sýndi leikritið við gríðarlega miklar vinsældir veturinn 2005 til 2006, bæði norðan heiða og í Borgarleikhúsinu í Reykjavík. Um er að ræða bráðfyndinn farsa en slíkt hefur alltaf gengið vel í Eyjumenn.