Þriðja árið í röð ætla stuðsveitin Tríkot og Lúðrasveit Vestmannaeyja að leiða saman hesta sína á stórtónleikum í Höllinni. Búið er að gefa út að þetta sé í síðasta sinn sem tónleikar sem þessir verði haldnir og verða þeir laugardaginn 15. maí í Höllinni. Forsala miða hefst á mánudaginn á Kletti.
Fyrri tónleikarnir voru mjög vel sóttir og Sæþór Vídó, söngvari og gítarleikari Tríkot, segir vissara að kaupa miða í tíma. Sagði hann að undirbúningur væri í fullum gangi.