Lögmannstofa og fasteignasala Vestmannaeyja
Fagna aldarfjóðrungs afmæli
8. mars, 2025
Helgi Bragason og Jóhann Pétursson. Mynd Óskar Pétur

Í byrjun árs 2000 stofnuðu þeir Jóhann Pétursson og Helgi Bragason báðir hæstaréttarlögmenn og löggiltir fasteignasalar saman fyrirtækið Lögmannsstofa Vestmannaeyja og Fasteignasölu Vestmannaeyja sem þeir hafa rekið saman síðan. Fasteignasöluna á tíma í samstarfi við Guðbjörgu Ósk Jónsdóttur.  Jóhann hafði þá áður verið í sama rekstri í tæp 10 ár.  Jóhann á því nær 35 ára starfsafmæli í þessum geira í Vestmannaeyjum.

Byrjaði hjá bæjarfógeta

Jóhann byrjaði sem fulltrúi bæjarfógetans í Vestmannaeyjum árið 1986. „Þá var allt einfaldara. Enginn sérstakur lögreglustjóri, sýslumaður eða Héraðsdómur. Allt hjá bæjarfógeta. Ég byrjaði 15. júlí 1986. Var settur í sakamálin og kvað upp fyrsta dóminn viku síðar, á 25 ára afmælinu mínu, 22. júlí. Hann fór til Hæstaréttar og var lítið breyttur eftir það. Á þessum tíma voru engir lögmenn eða verjendur að trufla störf dómarans með kröfur eða einhver aðalmeðferð málsins. Ég bara hringdi í ákærða, boðaði hann á skrifstofuna þar sem hann kvittaði undir sanngjarnan dóm. Málinu lokið. Þá voru þeir á embættinu aðalmennirnir, Kristján Torfason og Jón Ragnar Þorsteinsson, báðir öndvegismenn og gekk samstarf við þá alltaf vel.“

Stofnaði lögmannsstofu og fasteignasölu

Jóhann rifjar upp með blaðamanni að þetta hafi síðan allt breyst árið Helgi Bragason og Jóhann Pétursson. Mynd Óskar Pétur 1991 þegar að sérstakur héraðsdómur var stofnaður og ýmislegt annað sem breytti embætti bæjarfógetans töluvert. „Þá söðlaði ég um og stofnaði lögmannsstofu og fasteignasölu með aðsetri á 3. hæð Sparisjóðshússins í húsnæði Endurskoðunar Sigurðar Stefánssonar ehf. sem síðar varð Deloitte. Ég byrjaði einn og ætlaði að sjá um allt saman sjálfur s.s. bókhald og annað en það var ekki að ganga upp og þá kom Rut Haraldsdóttir og bjargaði málunum og hélt utan um reksturinn. Það var gæfuspor.“

Svava var gulrótin

„Það er síðan um aldamótin að við Helgi ákváðum að hefja rekstur saman. Við þekktum auðvitað hvorn annan úr handboltanum og leist okkur vel á samstarf. Hófum það í Sparisjóðshúsinu en árið 2005 færðum við okkur á 2. hæðina í Íslandsbankahúsinu. Vorum keyptir yfir með innheimtupakka frá Íslandsbanka en það sem réð úrslitum var auðvitað sú staðreynd að með þessu fylgdi aðgengi að mötuneyti bankans þar sem Frú Svava Gísladóttir frá Stakkholti réði ríkjum og var það gulrótin sem fékk okkur á staðinn.  Áttum við þar í góðu samneyti við starfsfólk Íslandsbanka auk þess sem Svava tók okkur reglulega í gegn eða aðallega Helga.  Þegar Íslandsbanki flutti á Strandveginn og mötuneytið fór, þá léttist ég á nokkrum mánuðum um 10 kíló,“ segir Jóhann og það eru víst engar ýkjur. „Svava gerði mig feitan, svo einfalt er það bara.“

Mikil lífsreynsla  í bankahruninu

„Það gerðist síðan helst markvert að síðla árs 2008 kom hrun á Íslandi. Þá bauðst mér að taka að mér starf f.h. Fjármálaeftirlitsins og vera tilsjónarmaður hjá SPRON. Í framhaldi af því þá tók ég sæti í stjórn slitastjórnar SPRON og Frjálsa Fjárfestingarbankans. Þetta var mikil lífsreynsla og reyndi bæði á lögfræði og mannleg samskipti á ýmsan máta s.s. við opinberar stofnanir og einstaklinga. Ég hafði aðkomu að ýmsum stórum dómsmálum á þessum tíma sem tengdust m.a. uppgjöri á gengistryggðum lánum og fékk réttindi til að flytja mál fyrir Hæstarétti 2012 og Helgi fékk slík réttindi ári síðar,“ segir Jóhann og heldur áfram.

Í sex ár að taka til eftir hrunið

„Lögmannsstofan opnaði þá líka skrifstofu í Reykjavík í svokölluðu Kauphallarhúsi við Laugaveg og þar störfuðum við með lögmanninum og Eyjamanninum Trausta Ágústi Hermannssyni í nokkur ár. Það gekk allt vel og meðan ég dvaldist að mestu leyti í höfuðborginni þá sáu Helgi og Guðbjörg Jónsdóttir um að lögmannsstofan og fasteignasalan gekk vel í Eyjum. Helgi hafði reyndar átt í góðum samskiptum við Björgvin heitinn Þorsteinsson lögmann og stórgolfara. Þar fengu þeir inni þar til þeir opnuðu sjálfir á Laugaveginum. Þarna fyrir sunnan var ég svona fram á árið 2014 þegar að það fór að hægjast um þar og slitameðferðinni lauk. Þá kom auðvitað ekkert annað til greina en að halda aftur til Eyja. Við héldum skrifstofunni nokkuð eftir útrásina en lokuðum útibúinu 2021.“

Góður gangur í fasteignasölu undanfarið og verð hækkað talsvert

Að sögn Jóhanns höfðu þau alltaf verið með fjölbreyttan rekstur hér í Eyjum og rekið meðfram lögmannsstofunni líka fasteignasölu. „Það hefur margt breyst frá því ég byrjaði með fasteignasölu árið 1991. Eins og margir muna eftir þá varð hér í Eyjum mikil sameining frystihúsanna þetta ár. Eignir héldu áfram að ganga kaupum og sölum eftir sameininguna en verðin á eignunum stóð í stað í mörg ár eða fram á ca. 2005-6. Nefna má að þá kostnaði þriggja herbergja íbúð í Áshamri ca. 4.3 milljónir allan tímann. Verðin hækkuðu ekkert. Það var ekki fyrr en ca. 2005 að verðin byrja að hækka hér. Og svo þegar að hrunið kom þá lækkuðu eignir í verði á flestum stöðum á landinu en ekki hér í Eyjum. Verðin hér héldu áfram að hækka enda höfðu þau staðið í stað mjög lengi. Nú kostar samskonar íbúð ca. 40 milljónir en góður gangur hefur verið í fasteignasölu á undanförnum misserum og verð hækkað talsvert.“

Komin talsvert mikil reynsla og þekking

„Helgi hefur að mestu leyti staðið vaktina í fasteignasölunni og gert það af kostgæfni á milli þess sem hann starfaði m.a. sem bæjarfulltrúi og stjórnarformaður Sparisjóðsins á sínum tíma.  Við höfum líka mikla þekkingu á ýmsum málum sem geta tengst fasteignasölu s.s. skattamálum, erfðamálum, skiptamálum o.fl. þess háttar sem nýtist viðskiptavinum okkar vel.  Samkvæmt upplýsingum Helga þá eru að seljast í kringum 100 eignir á hverju ári í Vestmannaeyjum í heild, mest voru það 140 eignir árið 2021 og erum við að selja um 40 eignir að meðaltali á hverju ári og á þessu 25 ára samstarfi okkar erum við kannski búnir að selja eða ganga frá samningum um 1.000 eignir þannig að það er komin talsvert mikil reynsla og þekking tengd því.“

Báðir á kafi í golfinu

Er talið berst að félagsstörfum segir Jóhann að þau séu auðvitað ómissandi þáttur hér í Eyjum. „Við Helgi erum báðir á kafi í golfinu og Helgi reyndar lítur á golfklúbbinn sem náið skyldmenni eftir að hafa verið þar formaður í áraraðir, ein 18 ár skilst mér. Hann er þó með hærri forgjöf en ég en er samt sýnd veiði en ekki gefin. Við urðum auðvitað báðir bikarmeistarar í handbolta 1991 og ég fór síðar í stjórn handknattleiksráðs í 6 ár og var síðan formaður ÍBV Íþróttafélags í 8 ár þannig að við höfum saman skilað okkar í íþróttastarfinu á öllum sviðum. Á seinni árum mætir maður bara á leiki og sinnir skyldustörfum í kjörstjórn með góðu fólki. Þar er það auðvitað aftur matseðillinn sem dregur mann að og reyndar einhverja f leiri þarna í kjörstjórninni.“

Þarf að vera vel á verði  á ýmsum vígstöðum

Jóhann segir að almennt séð þá megi segja að störf lögmanna á landsbyggðinni geti verið snúin og tengist m.a. því að hafa opinberar stofnanir eins og sýslumann, lögreglustjóra og dómstóla á staðnum.  „Við höfum tekið þátt í því að berjast fyrir því að halda þessu hér en nú stendur t.a.m. til að sameina öll sýslumannsembætti undir einn hatt þannig að ekki verði sérstakur sýslumaður hér í Eyjum. Þetta er gert undir fögrum fyrirheitum en reynslan kennir manni að þegar kemur að því að spara og skera niður reksturinn þá er alltaf auðveldast að gera það annars staðar en þar sem yfirmaður er staðsettur. Dómarar koma hingað almennt einu sinni í mánuði frá Selfossi og málflutningur mála hefur verið hér í Eyjum þannig að það hefur gengið ágætlega fyrir sig en mikilvægt er að halda Vestmannaeyjum sem sérstakri þinghá þannig að mál séu þingfest og flutt hér. Annars þyrftu aðilar og vitni að mæta uppi á land til skýrslutöku í dómsmálum með tilheyrandi óþægindum og kostnaði. Það þarf því að vera vel á verði á ýmsum vígstöðum.“

Leggjum okkur fram við að veita sem besta þjónustu

Spurður um reksturinn öll þessi ár segir hann að hann hafi gengið vel og farsællega. „Okkur hefur verið treyst fyrir ýmsum mikilvægum verkum en við vinnum störf á f lestum sviðum lögmennsku fyrir einstaklinga, fyrirtæki og stofnanir. Við leggjum okkur fram við að veita sem besta þjónustu á sem víðustu sviði og það verður þannig áfram.“

 

Facebook
X
LinkedIn
Pinterest
Reddit
Email
Print
Skoða blaðið á netinu
Forsida 2tbl 2025
2. tbl. 2025

NÝBURAR

76e2af77 02d9 48eb B73a 24c32e2403ac
4. janúar 2025
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Katrín Rós Óðinsdóttir og Sæþór Örn Garðarsson.

NÝBURAR

Drengur
3. desember 2024
Drengur
Kaupmannahöfn
Selma Jónsdóttir og Matthías Óskarsson

NÝBURAR

Drengursnorrason
23. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Svanhildur Eiríksdóttir og Sindri Sigfússon

NÝBURAR

Lovisu
8. október 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Lovísa Jóhannsdóttir og Jökull Andri Sigurðsson

NÝBURAR

462560821 8781643355208571 772013136079801246 N
17. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Aníta Björk Friðriksdóttir og Sigurbjörn Þórður Árnason.

NÝBURAR

Tandri
13. september 2024
Drengur
Hsu, Vestmannaeyjum.
Dagur Arnarsson og Svava Tara Ólafsdóttir.

NÝBURAR

Bfec0ecf E4f8 466a 89f9 94c607ba1ec5
24. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Óskar Elías Zoega Óskarsson og Díana Ólafsdóttir

NÝBURAR

Natan Orn
14. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Þórey Lúðvíksdóttir og Elías Skæringur Guðmundsson

NÝBURAR

F4c5612c Ae8a 4d77 B83d C5f14f2007fe
26. september 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Þorgeir Þór Friðgeirsdóttir og Elín Inga Halldórsdóttir

NÝBURAR

Moller
20. september 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
William Thomas Möller og Jenný Guðnadóttir.

NÝBURAR

E50c5f3f Ddd5 4ee2 8685 Dad7e0e417ad
2. ágúst 2024
Stúlka
Fæðingadeild HVE, Akranes
Sigurdís Egilsdóttir og Gunnlaugur Örn Guðjónsson

NÝBURAR

Drengur Hristov
2. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Todor Hristov og Marta Möller

NÝBURAR

Nýburi
30. júlí 2024
Stúlka
Heimahúsi á Dalvík
Alexandra Ósk Gunnarsdóttir og Brynjar Ingi Óðinsson

NÝBURAR

Nýfædd stúlka.
4. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Theodóra Ágústsdóttir & Carlos Guani

NÝBURAR

IMG 3174
15. júlí 2024
Drengur
Balingen, Þýskalandi
Sandra Erlingsdóttir og Daníel Þór Ingason

NÝBURAR

tryggvason
30. júní 2024
Drengur
Reykjavík
Tryggvi Stein Ágústsson og Guðný Erla Guðnadóttir

NÝBURAR

nyburar
4. júlí 2024
Drengur
Reykjavík
María Rós Sigurbjörnsdóttir og Bjarni Heimir Kristinsson

NÝBURAR

jon
20. júní 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Logi Snædal Jónsson og Svala Björk Hólmgeirsdóttir

NÝBURAR

Admin Ajax
10. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Unnur Birna Hallgrímsdóttir og Guðmundur Sundström

NÝBURAR

IMG 2282 940x940
29. júní 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Petrúnella Aðalheiður Kristjánsdóttir og Felix Örn Friðriksson
Mest lesið
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst