Það var í ýmsu að snúast hjá lögreglu í vikunni sem leið og þurfti lögreglan að hafa afskipti af nokkrum ungmennum vegna samkomu við Hrafnakletta um liðna helgi, en það er orðin árlegur viðburður hjá þeim sem eru að ljúka grunnskóla að hittast þar eftir próf. Ástandið þar var þokkalegt en nokkur ölvun var á staðnum. Þá hafði lögreglan afskipti af svokölluðu unglingapartýi, um helgina, og þurfti lögreglan í tvíganga að rýma húsnæðið.