Lögreglan með umferðarátak
20. maí, 2014
Síðasta vika var með rólegast móti hjá lögreglunni í Vestmannaeyjum og skemmtanahald fór vel fram. Eitthvað var þó um kvartanir vegna hávaða í heimahúsum og þá þurfti aðstoð lögreglu vegna ósjálfbjarga aðila vegna ölvunar.
Ein líkamsárás var kærð þar sem maður hafði orðið fyrir árás utan við veitingastaðinn Lundann. Vitað er hver var árásaraðili í þessu máli og verður hann boðaður í skýrslutöku. Maðurinn sem varð fyrir árásinni þurfti að leita til læknis þar sem hann var með áverka í andliti.
Ein tilkynning kom til lögreglunnar um að skemmdir hafi verið unnar á bifreið sem var kyrrstæð við Vestmannabraut en bifreiðin hafði verið rispuð á annari hliðinni.
Í morgun var tilkynnt til lögreglunnar að gerð hafi verið tilraun til að brjótast inní frístundarheimilið við Boðaslóð án þess þó að það hafi tekist. Ítrekað hefur verið reynt að brjótast inn í þetta hús. Lögreglan biður alla sem verða varir við grunsamlegar mannaferðir við húsið að láta lögregluna vita.
Einnig var tilkynnt að farið hafi verið inní bátana �?rasa VE og Skotta VE og stolið þaðan neyðarblysum og neyðarflugeldum. Grunur er að hér hafi verið börn að verki þar sem til þeirra sást. Lögreglan lítur þetta mjög alvarlegum augum að slíkum neyðarbúnaður sé tekinn úr bátum og sjófarendur gripu í tómt ef hann er ekki til staðar. Hvetur lögreglan foreldra til að brýna fyrir börnum sínum alvarleika málsins.
Í síðustu viku voru fjórar kærur vegna umferðalagabrota. Farþegi var kærður fyrir að nota ekki öryggisbelti annar fyrir að vera enn á nagladekkjum og tvær vegna ólöglegrar lagningar.
Lögreglan hefur verið með sérstakt umferðarátak í gangi þar sem lögð verður áhersla á hraðakstur, öryggisbeltanotkun, nagladekk, lagningu ökutækja og að ökumenn noti farsíma án handfrjáls búnaðar.
Skoða blaðið á netinu
Forsida 12 Tbl 2024
12. tbl. 2024
Mest lesið
viðburðir
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst