Það var í ýmsu að snúast hjá lögreglu í vikunni sem leið og þá sérstaklega sl. föstudag vegna þess óveðurs sem gekk yfir eyjarnar. Alls fékk lögreglan rúmlega 30 tilkynningar vegna tjóns sem rekja mátti til veðurhamsins. Skemmtanahald helgarinnar fór hins vegar ágætlega fram og án teljandi vandræða, þrátt fyrir að fjöldi fólks hafi verið að skemmta sér.