Lögum um þjóðlendur verði breytt þegar í stað
26. janúar, 2007

þar á meðal fyrirvaralausu eignarafsali frá ríkinu, tilheyri tiltekinni jörð, jörðum, upprekstrarfélagi, fjallskiladeild, sveitarfélagi eða annars konar lögpersónu, skuli teljast eignarland. Sá sem haldi öðru fram hafi sönnunarbyrði fyrir því.

Fundurinn mótmælir harðlega túlkun og framkvæmd þjóðlendulaganna af hálfu ríkisvaldsins enda er þar gengið gegn þeim skilningi sem lagður var í tilgang laganna á Alþingi og utan þess á sínum tíma. Má þar nefna að ríkið gerir kröfur langt út fyrir miðhálendi landsins, jafnvel allt í sjó fram, þrátt fyrir yfirlýstan tilgang laganna um að einungis ætti að ákveða mörk eignarlanda og þjóðlendna á miðhálendinu. �?essar kröfur eiga sér enga stoð, hvorki í þjóðlendulögunum sjálfum né í greinargerð frumvarps til þeirra laga. �?ar er hvergi að finna stafkrók um að markmið ríkisins sé að sölsa undir sig þinglýst eignarlönd eða yfirleitt að ná undir ríkið sem mestu landi. Alþingismenn og ýmis hagsmunasamtök, sem fjölluðu um málið, gengu út frá að markmið lagasetningarinnar væri að gera mörk á hálendisjaðri skýrari.

Eignarrétturinn er stjórnarskrárbundinn og friðhelgur. Gegn þessum rétti er freklega gengið með ólöglegum kröfum ríkisvaldsins. Landeigendur munu verjast með öllum lögmætum ráðum, meðal annars fyrir dómstólum hérlendis og Mannréttindadómstóli Evrópu í framhaldinu, ef þörf krefur.

Framundan eru kosningar til Alþingis. Fundurinn skorar á landeigendur að halda málstað sínum hátt á lofti um allt land og krefja stjórnmálamenn um afstöðu og viðhorf til landakrafna ríkisins við hvert tækifæri sem gefst í kosningabaráttunni. Markmiðið hlýtur að vera að Alþingi breyti þjóðlendulögunum þegar í stað.

Mest lesið
viðburðir
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst