Í dag klukkan 13:30 mætast ÍBV og Fjölnir í Olís deild kvenna þegar þrettánda umferð deildarinnar fer fram. Langt er síðan að stelpurnar léku hér heima en það var síðast gegn Gróttu, 29. október en þá tók við virkilega þétt dagskrá hjá stelpunum sem lauk með þátttöku þeirra í Evrópukeppninni. �?essi leikur er jafnframt síðasti leikurinn fyrir áramót hjá stelpunum en næsti leikur ÍBV er 10. janúar.
Stelpurnar eru í þriðja sæti deildarinnar með tuttugu stig en það er þéttur pakki á toppnum og aðein munar fimm stigum á liðinu í efsta sæti og því sjöunda.
Fjölnir er í neðri hluta deildarinnar með átta stig.