�?Bæjarráð vill koma því á framfæri við undirskrifendur að engar breytingar hafa orðið á innritunarreglum á leikskóla sveitarfélagsins frá því sem verið hefur. Ef að til staðar eru laus pláss eftir að öllum tveggja ára börnum með lögheimili í sveitarfélaginu hefur verið boðið pláss þá er heimilt að bjóða þau börnum frá 18 mánaða aldri. �?eir fimm starfsmenn sem getið er um í texta með undirskriftalista voru allir með tímabundna ráðningarsamninga sem runnu út í byrjun febrúar. �?eim var tilkynnt að ekki yrði um endurnýjun samnings að ræða.
Meirihluti bæjarráðs ítrekar fyrri yfirlýsingar frá sveitarfélaginu um að lokun umræddrar deildar á Hulduheimum mun ekki hafa í för með sér skerðingu á þjónustu við þau börn sem eru í leikskólanum. Faglega er staðið að endurskipulagningu á deildum með það að leiðarljósi að breytingarnar valdi sem minnstri röskun fyrir börnin. Lokunin mun heldur ekki lækka þjónustustig leikskóla í Árborg. Fyrir liggur að öllum börnum sem eru á biðlista eftir plássi og fædd eru 2005, stendur til boða pláss í leikskólum Árborgar þegar elsti árgangurinn, börn á 6. aldursári, hefur grunnskólagöngu í ágúst næstkomandi,�? segir í bókun meirihlutans.
Snorri Finnlaugsson, D-lista, lagði fram svohljóðandi bókun: �?�?g tek undir afstöðu foreldra barna á leikskólanum Hulduheimum og harma þá ákvörðun meirihluta bæjarstjórnar að nýta ekki nýjustu og bestu aðstöðu sveitarfélagsins fyrir leikskólastarf og gefa ekki öllum 18 mánaða börnum í Árborg kost á leikskólavist. �?essi ákvörðun er skref afturábak í leikskólamálum í Árborg.�?
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst