Löngu tímabært að leyfa takmarkaðan aðgang ferðamanna
15. nóvember, 2013
�??Mín skoðun, að það eigi að leyfa takmarkaðan aðgang ferðamanna í Surtsey, hefur ekkert breyst. �?essi tímamót eru upplögð til þess að árétta það mál. �?að hefur aldrei staðið til að skemma eða grípa inn í náttúrulega þróun eða rannsóknir í eynni,�?? sagði Kristín Jóhannsdóttir, markaðs- og menningarfulltrúi Vestmannaeyja. Tímamótin sem hún minnist á voru í gær, fimmtudaginn 14. nóvember.
Haft var samband við Kristínu vegna umræðu á ráðstefnu Líffræðifélags Íslands um síðustu helgi. �?ar var því varpað fram hvort ekki ætti að bjóða upp á fámennar og dýrar skoðunarferðir fyrir ferðamenn til Surtseyjar, líkt og gert er á Galapagoseyjum. Áhugi sé fyrir hendi hjá aðilum í ferðaþjónustu. Frá þessu er greint í Morgunblaðinu í gær og haft eftir Borgþóri Magnússyni, forstöðumanni Vistfræðideildar Náttúrufræðistofnunar Íslands, að full ástæða sé til að halda friðun Surtseyjar áfram næstu áratugina.
�??�?að hefur komið til umræðu gegnum árin að opna eyjuna með þessum hætti. Við sem höfum stundað þarna rannsóknir höfum verið alfarið á móti þessu. Miklar breytingar eiga sér enn stað í lífríkinu og það er mjög viðkvæmt. �?að yrði mikil áhætta tekin með því að heimila umferð ferðamanna, jafnvel þó að hún yrði takmörkuð og undir strangri gæslu,�?? sagði Borgþór við Morgunblaðið.
�?essu er Kristín algjörlega ósammála. �??�?að er vel hægt að leyfa skipulagðar ferðir lítilla ferðamannahópa þangað án þess að það breyti þróunarsögunni,�?? sagði Kristín. �??Reglulega fara valdir vísindamenn og fréttamenn eftir settum reglum í Surtsey. Eftir nákvæmlega sömu reglum er hægt að selja takmarkaðan fjölda ferða þangað. �?að er markaður fyrir svona einstakar ferðir og ákveðinn hópur ferðamanna er tilbúinn til að greiða fyrir þetta háar fjárupphæðir.�??
Tillaga Kristínar er að nú í tilefni af 50 ára afmælinu verði boðin út pláss í fyrstu skipulögðu ferðina fyrir almenna ferðamenn. �??�?g get ekki ímyndað mér að það breyti einhverju um heimsminjaskráninguna að við seldum 20 til 50 ferðamönnum aðgang til að byrja með. Ferðirnar verði farnar utan varptímans með sérhæfðum fararstjórum. Ferðamennirnir verða svo að sjálfsögðu þannig útbúnir að þeir skilji ekkert óæskilegt eftir sig. Allt skipulag yrði að sjálfsögðu hér í Vestmannaeyjum. �?etta getur orðið mikil tekjulind fyrir bæinn sem og almenna ferðaþjónustu hér,�?? sagði Kristín að endingu.
Skoða blaðið á netinu
Forsida 12 Tbl 2024
12. tbl. 2024
Mest lesið
viðburðir
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst