Lundaball 2015 - Afsökunarbeiðni Eyjafrétta
24. september, 2015
Eyjafréttir gerðu hroðaleg mistök vegna Lundaballsins 2016. Í viðtali við töframann Helliseyjar “The Great Macabra” var haft eftir honum að Lundaball 2016 yrði á vegum Suðureyjar. Hið rétta er að það er auðvitað Heimalandið sem sér um næsta Lundaball.
Hin alvarlegu mistök Eyjafrétta voru að sjálfsögðu þau að gera töframann Helliseyjar að heimildarmanni sínum, vitandi það að töframaðurinn hefur verið viti sínu fjær frá því fyrir �?jóðhátíð vegna stífra æfinga fyrir Lundaballið og stöðu Landeyjahafnar. Eyjafréttir munu hafa það í huga eftirleiðis.
Af Lundaballinu 2015 er það að frétta að uppselt er á ballið. Ítrekað er að gestir sæki miðana í dag á milli kl. 17 og 19 uppi í Höll. �?sóttir miðar verða seldir síðar en frekari upplýsingar um tímasetningu þeirrar sölu liggja ekki fyrir á þessari stundu.
Eyjafréttir vonar að þessi leiðu mistök munu ekki valda neinum eftirmálum.
Skoða blaðið á netinu
Forsida 12 Tbl 2024
12. tbl. 2024
Mest lesið
viðburðir
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst