Félagar í félagi frímerkjasafnara völdu nýlega, fallegasta frímerkið árið 2009. Var það gert með kosningu innan félagsins. Alls hlutu 9 frímerki atkvæði. Fallegasta frímerkið var valið mynd af lunda í Stórhöfða, með Eyjafjallajökul í baksýn. Var frímerkið tileinkað norrænu frímerkjasýningunni sem var í Hafnarfirði í fyrravor, samkvæmt tilkynningu frá félagi frímerkjasafnara.