Bannað verður að veiða lunda í Vestmannaeyjum í sumar. Þetta var ákveðið á fundi umhverfis- og skipulagsráðs Vestmannaeyja nú síðdegis. Við Vestmannaeyjar er stærsti lundastofn landsins. Talið er að ríflega 900.000 pör hafi orpið þar í fyrra. Vegna fæðuskorts komust hins vegar færri ungar á legg þá en nokkru sinni áður.