Atlantshafslundinn er í hópi tuttugu sjófuglategunda sem settur hefur verið á gátlista alþjóðlegs samnings um afrísk-evrasískra sjó- og vatnafarfugla en sáttmálinn er í tengslum við Umhverfisstofnun Sameinuðu þjóðanna. Í tilkynningu frá SÞ segir, að stærsti stofn Atlantshafsslundans sé á Íslandi en Ísland eigi ekki aðild að samkomulaginu eitt örfárra Evrópuríkja en Náttúrufræðistofnun hafi þó veitt stofnun sem sér um framkvæmd sáttmálans upplýsingar um lundastofninn á Íslandi.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst