Eins og greint var frá í síðasta tölublaði Eyjafrétta var alþjóðlegur dagur réttstöðulyftunnar haldinn til heiðurs Jóni Páli Sigmarssyni sl. laugardag. Fjórir meðlimir kraftlyftingafélagsins Vambarinnar heiðruðu Jón Pál í Litla Hressó í Íþróttamiðstöðinni, þeir Bergþór Böðvarsson, Birkir Helgason, Jóhannes Helgi Jensson og Kristinn Arnar Einarsson.
Bergþór og Birkir lyftu báðir 180 kg. Jóhannes Helgi 200 kg. og Kristinn Arnar 230 kg. en tilraun hans við 255 kg. bar ekki árangur.