Maðurinn sem er grunaður um alvarlega líkamsárás og kynferðisbrot gegn konu í Vestmannaeyjum var látinn laus úr haldi lögreglu á miðvikudaginn. mbl.is greindi frá.
Gæsluvarðhald yfir manninum rann út á miðvikudaginn. Lögreglan í Vestmannaeyjum fór fram á framlengingu gæsluvarðhalds en Héraðsdómur Suðurlands féllst ekki á kröfuna.
Jóhannes �?lafsson, yfirlögregluþjónn í Vestmannaeyjum, vildi ekkert tjá sig um rannsókn málsins að svo stöddu.
Maðurinn var handtekinn laugardaginn 17. september, grunaður um að hafa brotið gegn konu á fimmtugsaldri um nóttina. Hún var flutt með sjúkraflugi til Reykjavíkur um morguninn eftir að hafa fundist nakin með mikla áverka í andliti við hlið fata sinna og leikur grunur á að brotið hafi verið gegn henni kynferðislega. Líkamshiti konunnar mældist 35,3 gráður er hún fannst og sagði í áverkavottorði að hún hafi verið �??afmynduð í framan�??.