Mæta Álftanesi á útivelli
28. maí, 2014
Í hádeginu var dregið í 16 liða úrslitum Borgunarbikars kvenna í höfuðstöðvum Knattspyrnusambands Íslands. ÍBV var í pottinum en úrvalsdeildarliðin koma inn í keppnina í 16 liða úrslitum. ÍBV mætir Álftanesi á útivelli en Álftanes leikur í B-riðli 1. deildar Íslandsmótsins og hefur unnið einn leik en tapað einum. Á sama tíma hefur ÍBV unnið einn leik í úrvalsdeildinni en tapað tveimur. Leikur ÍBV og Álftaness fer fram laugardaginn 7. júní á Bessastaðavelli.
Leikirnir í 16 liða úrslitum:
KR – FH
Breiðablik – Hött­ur
�?rótt­ur R./�??BÍ Bol­ung­ar­vík – ÍR
Sel­foss – ÍA
Aft­ur­eld­ing – Val­ur
Álfta­nes – ÍBV
�?ór/�??KA – Fylk­ir
Vík­ing­ur �?. – Stjarn­an
Mest lesið
viðburðir
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst