Mættu snemma í kvöld
22. apríl, 2014
�?að er eins gott fyrir þá sem ætla að sjá ÍBV taka á Völsurum í úrslitakeppninni í handboltanum í kvöld að mæta snemma. Búast má við álagi í miðasölu þar sem ársmiðar ganga ekki að leikjum í úrslitakeppninni en reikna má með fullu húsi í þessum mikilvæga leik. Allir þurfa því að kaupa miða á leikinn en til að létta álagið, hefur verið ákveðið að bjóða upp á pizzu hálftíma fyrir leik. �?að er því ekki úr vegi að mæta hálf sjö, fá sér pizzu og kaupa sér miða. Leikurinn hefst svo klukkan 19:00.
Mest lesið
viðburðir
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst