Í kvöld kl. 18.30 mætast ÍBV og Haukar öðru sinni í undanúrslitum Olís-deildar karla. Strákarnir okkar töpuðu fyrsta leiknum í einvíginu sl. laugardag og eru staðráðnir í því að jafna metin í kvöld. Hér eru að mætast tvö sterk lið, Íslandsmeistarar sl. tveggja tímabila og því má búast við rosalegum leik í kvöld.
�??Við hvetjum fólk til að fjölmenna í kvöld og styðja strákanna til sigurs. Við þurfum að fá alla á völlinn, unga sem aldna sem allir sem einn þurfa að láta vel í sér heyra. Eins og enginn sé morgundagurinn. Mætum líka tímanlega og látum strákana finna stuðninginn strax í upphitun,�?? segir í frétt frá ÍBV.
Boðið er upp á barnapössun og pizzur verða seldar í hálfleik.