Eins og greint var frá í síðustu viku hér á Eyjafréttum, var ræðuefnið í viðureign Menntaskólans á Ísafirði og Menntaskólans Hraðbrautar í Reykjavík í Morfís ræðukeppninni, hvort gera ætti Vestmannaeyjar að fanganýlendu. Ísfirðingar mæltu með en nemendur Hraðbrautar, undir leiðsögn Eyjamannsins Birkis Fannars Einarssonar mæltu gegn málinu. Ísfirðingar höfðu betur en í kjölfar sigursins vilja þeir koma neðangreindri orðsendingu á framfæri í Eyjum.