�?að var árið 1967 að Engelbert Humperdinck sló í gegn með laginu Release Me svo eftirminnilega að hann skaut sjálfum Bítlunum aftur fyrir sig sem þarna stóðu á hápunkti ferils síns. Síðan fylgdi hver smellurinn af öðrum og plötusalan er nú komin yfir 150 milljónir eintaka. Nú eru 50 ár síðan hann kom fram á sjónarsviðið og er hann enn í fullu fjöri. Minnist hann tímamótanna með tónleikaferðalagi um Evrópu og Ameríku með viðkomu á Íslandi. Tónleikar hans verða í Eldborgarsal Hörpu 26. júní næstkomandi.
�?að eru Bjarni �?lafur Guðmundsson og Guðrún Mary �?lafsdóttir sem hafa veg og vanda að komu hans til Íslands. �??�?að er fyrirtækið okkar, SegVeyjar sem sér um framkvæmdina. Við notum hinsvegar annað nafn og lógó þegar kemur að tónleikunum, það er Stóra sviðið, sem á betur við, en það hefur staðið að Eyjatónleikunum og Skonrokkinu undanfarin ár, stóð að og skipulagði Elvis tónleika 2015 og flutti The Cavern Beatles inn í fyrra, sem komu fram í Hörpu,�?? segir Bjarni �?lafur sem er spenntur fyrir þessu nýja verkefni. �??�?ó Humperdinck sé skriðinn yfir 80 árin er hann í flottu formi. Og þó þetta sé erfiður bransi og mikil vinna erum við bjartsýn. �?að besta við þennan magnaða skemmtikraft er að hann er bara betri ,,live�??,�?? bætir hann við. En hvernig kom þetta til?
�??�?g er áskrifandi að tímariti sem fjallar um þennan bransa frá öllum hliðum. �?ar sá ég tónleikaferð Engelberts Humperdinck auglýsta á baksíðunni og hafði strax samband við umboðsmanninn. �?etta var í október og á þessum sex mánuðum hefur mikil vinna farið í að púsla þessu öllu saman. Og þetta gekk upp og nú er kappinn á leiðinni til okkar í næsta mánuði. �?etta er einn hans stærsti túr því hann vill fagna 50 ára ferlinum með stæl.�??
Bjarni segir að Engelbert Humperdinck sé ekkert smánafn í skemmtanabransanum. �??Strax 1967 átti hann þrjú af fimm vinsælustu lögunum í Bretlandi, sem var hans stærsta ár. Síðan þá hefur hann gefið út fjölmörg lög og plötur sem ratað hafa inn á vinsældarlista. Er hann búinn að selja 155 milljónir platna og hann á 64 gullplötur og 35 hafa náð platinum sölu.�??
Sjálfur hefur Bjarni �?lafur ekki talað við listamanninn en hefur verið í sambandi við umboðsmann hans í Los Angeles. �??Við höfum verið í sambandi frá klukkan 15.00 og fram til miðnættis og þeir eru margir tölvupóstarnir sem farið hafa á milli okkar. �?að er skiljanlegt því hann er enginn smákarl og hefur víða komið fram, m.a. í Las Vegas.�??
Bjarni �?lafur er sem gamall útvarpsmaður ekki ókunnugur karlinum og lögum hans. �??�?egar ég byrjaði á Bylgjunni 1986 vorum að spila lög með Humperdinck, eins og Release me, Spanish Eyes, The Last Waltz og Quando, quando, quando. �?að er samdóma álit allra að hann sé betri á sviði og hann er með tólf manna frábæra hljómsveit þannig að það er ástæða til að hlakka til. Hann er líka góður húmoristi og gerir óspart grín að sjálfum sér.�??
Bjarni �?lafur neitar því ekki að áhættan er nokkur. �??�?etta er erfitt fyrir ekki stærra batterí en sólin kemur alltaf upp á morgnana og við erum bjartsýn og hlökkum mikið til að sjá hann og heyra og ekki síður að hitta manninn sem var góðvinur Elvis og meðal annars gaf stílista Elvis hugmyndina að börtunum hans frægu. Hann var sem sagt á undan Elvis þar,�?? sagði Bjarni �?lafur að endingu.