Það er óhætt að segja að hápunkti þjóðhátíðarinnar hafi verið náð að miðnætti síðasta kvöldsins þegar þjóðsöngurinn var kyrjaður af um 17 þúsund manna brekkukór, blysin voru tendruð og svo sameinuðust allir í þjóðhátíðarsöngnum Lífið er yndislegt. Á hverju ári er boðið upp á þessa einstöku upplifun í Herjólfsdal en nú er hægt að ylja sér við minningarnar með myndbroti frá brekkusöngnum og blysunum á sunnudagskvöldinu.