ÍBV vann stórsigur á nágrönnum sínum frá Selfossi í Pepsídeildkvenna en liðin áttust við á Hásteinsvelli nú í kvöld. Lokatölur urðu 7:1 en það voru reyndar líka hálfleikstölur. Dálítið sérstakt að skora sjö mörk í fyrri hálfleik en ekki eitt einasta í þeim síðari en það kom ekki að sök því Selfoss skoraði ekki heldur mark í síðari hálfleik. Knattspyrnuráð kvenna hafði orð á því að liðið skoraði mörkin fyrir þá sem borguðu sig inn á leikinn, en ekki fyrir þá sem horfðu frítt á seinni hálfleikinn.