Makrílveiðar að hefjast
14. júní, 2012
„Veiðin er rétt að byrja, þetta er fjórði dagurinn. Við erum að finna hann, þetta er allt í lagi en ekkert meira en það,“ sagði Guðmundur Ingi Guðmundsson, stýrimaður á Hugin VE, þegar hann var spurður út í makrílveiðina á miðvikudags­morgun. „Við erum 20 mílur suður af Eyjum og allt fryst til manneldis um borð. Makríllinn er magur eins og er, en þetta er rétt að byrja. Þetta var skásta nóttin hjá okkur og ég held að það hafi verið þannig yfir línuna hjá skipunum,“ sagði Guð­mundur Ingi og var bjartsýnn á að veiðin færi að glæðast.
Mest lesið
viðburðir
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst