�?ar segir að nú séu liðin tæplega 20 ár frá Landbúnaðarsýningunni margfrægu sem haldin var á Selfossi og tókst með ágætum og því sé ekki úr vegi að koma með sýningu sem þessa. Sýningin á að taka á öllum þáttum atvinnulífsins, menningu og öllu því sem Árborg og Suðurland hafa upp á að bjóða fyrir aðkomufólk jafnt og heimamenn
�?Sýningunni er ætlað að kynna okkar ágæta samfélag og skapa jákvæða umræðu um sveitarfélagið sem við lifum og búum í, framtíð þess og stefnu í búsetumálum/skipulagsmálum og öllu því sem viðkemur okkar ágæta samfélagi.
Fyrirtækjum gefst hér frábær kostur á að kynna starfsemi sýna og í leiðinni að kynna sig fyrir nýjum kúnnum og styrkja gömul viðskiptasambönd.
Áætla er að um 10.000 til 15.000 manns sæki Árborg 2007 alla þrjá sýningardaganna og því um gríðalega gott tækifæri fyrir fyrirtæki og stofnanir til að koma vöru sinn og þjónustu á framfæri við alla þá sem leggja leið sína á Árborg 2007. Opnuð verður heimasíða sýningarinnar og er slóð hennar www.arborg2007.is,�? segir í frétt 2B Company ehf.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst