Margrét Lára Viðarsdóttir, landsliðsfyrirliði í knattspyrnu, leikur að öllu óbreyttu með íslensku liði á næsta keppnistímabili en hún hefur spilað í Svíþjóð og �?ýskalandi undanfarin ár, lengst af með Kristianstad.
�?etta kemur fram í viðtali við hana á sporttv.is. Hún segir mjög líklegt að af því verði, og það það henti fjölskyldunni vel að flytja heim á þessum tímapunkti.
Margrét segir þar að ÍBV og Valur komi bæði sterklega til greina, þau standi sér næst, en hún loki engum dyrum gagnvart öðrum íslenskum liðum. �?að muni henta sér að spila á Íslandi til að vera í góðu formi á EM 2017, hún sé ekki á heimleið til að slaka á í fótboltanum.