Valur vann ÍBV með einu marki gegn engu í dag þegar liðin mættust á Hásteinsvelli. Mikill vindur var á annað markið og voru Valskonur með vindinum í fyrri hálfleik.
Margrét Lára Viðarsdóttir skoraði fyrsta og eina mark leiksins í fyrri hálfleik þegar hún skilaði boltanum í netið af stuttu færi.
ÍBV sótti og sótti í seinni hálfleik en án árangurs og lokastaðan því 0:1 tap, líkt og í síðasta heimaleik stelpnanna.