Margrét Lára Viðarsdóttir skoraði eitt marka Kristianstad í dag þegar liðið vann Stattena á útivelli, 4:0, í 16-liða úrslitum sænsku bikarkeppninnar í knattspyrnu. Kristianstad var ekki í vandræðum gegn liði Stattena en félögin voru í harðri fallbaráttu í úrvalsdeildinni í fyrra og því lauk með því að Stattena féll.