Matarmenning Eyjanna í hávegum
10. október, 2014
Sjónvarpsstöðin N4 á Akureyri hefur undanfarið verið að slá í gegn. Efni og efnistök stöðvarinnar hafa þótt áhugaverð og þar er fjallað um efni sem aðrar stöðvar hafa ekki sinnt. En þótt stöðin sé staðsett á Akureyri og hafi upphaflega átt að vera staðarsjónvarp, hefur hún víða leitað fanga. Undanfarna tvo mánudaga hefur stöðin m.a. sýnt efni frá Vestmannaeyjum. Matarmenning Eyjanna hefur vakið mikla athygli undanfarin ár, bæði fyrir hvað matsölustaðirnir eru margir, og einnig hafa nokkrir þeirra þótt framúrskarandi. Hallgrímur Sigurðsson, dagskrárgerðarmaður á N4 heimsótti Grím kokk og veitingastaðinn Gott í fyrri þættinum. Í seinni þættinum er Einsi kaldi heimsóttur og einnig Eldheimar. �?ættirnir eru sérlega vel heppnaðir og góð kynning fyrir þessi fyrirtæki og Eyjarnar. Myndbandið sem hér fylgir er seinni þátturinn úr Eyjum.
Mest lesið
viðburðir
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst