Nóg var að gera hjá lögreglunni í nótt eins og fram kom í tilkynningu frá þeim. En þar kemur fram að framan af hafi nóttinn verið róleg en þegar líða tók á nóttina þurfti lögreglan að sinna mörgum útköllum. Um var að ræða ölvunarvandræði og slagsmál. Nú gista 5 einstaklingar fangageymslur vegna nokkurra mála. �?rír kærðu líkamsárás síðasta sólarhring og er ein þeirra alvarleg þar sem maður kjálkabrotnaði. Árásin átti sér stað á tjaldstæði í bænum. Sakborningur var handtekinn og gistir hann fangageymslu vegna rannsóknar á málinu.
Níu fíkniefnamál komu upp frá því í gærdag, þar af grunur um sölu í nokkrum málum. Haldlögð efni voru amfetamín, kókaín, kannabis og E-töflur. Mest voru þetta neysluskammtar. Fjöldi mála er svipaður nú og undanfarin ár að undanskildum málafjölda í fyrra.
Gestir á hátíðinni eru nú farnir að streyma til síns heima og fór Herjólfur sína fyrstu ferð kl. 02:00 í nótt og mun hann sigla 11 ferðir í dag til að flytja gesti þjóðhátíðar upp á fasta landið. �?á fer flugfélagið Ernir margar ferðir í dag.
Á samráðsfundi viðbragðsaðila kom fram að hátíðin hafi verið mjög fjölmenn og að mati lögreglu sennilega sú næst fjölmennasta sem haldin hefur verið. Talið er að um 15.000 gestir hafi verið á brekkusöngnum í gærkvöldi.