Spáin fyrir morgundaginn er með verstu spám sem landsmenn hafa séð í vetur og hefur þó á ýmsu gengið. Búast má við að allt fari á flot þegar enn ein lægðin fer yfir landið. Búist er við stormi eða ofsaveðri víða um land. �?etta segir Birta Líf Kristinsdóttir, veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands um veðrið á landinu á morgun. Ekki skal þó vanmeta lægðina sem dynur á landinu í dag, þó hún falli vissulega í skuggann af þeirri sem býr sig undir að valda usla á morgun. Lesendur mbl.is eru hvattir til að fylgjast vel með veðurspám í dag og um helgina.
�?etta kemur fram á mbl.is þar sem hægt er að fylgjast með veðurspánni á veðurvef mbl.is
�??�?að er búist við stormi eða ofsaveðri víða um land á morgun, sérstaklega norðan- og vestanlands en þar er búist við að meðalvindur fari upp í 30 m/�??sek og hviður verði talsvert meiri,�?? segir Birta Líf í samtali við mbl.is.
�?essu fylgir þónokkuð vatnsveður og ættu þeir sem verða á ferðinni sunnanlands að gera ráð fyrir vatnavöxtum í ám. �?á ætti fólk einnig að huga að niðurföllum en Birta Líf bendir á að allt geti farið á flot í veðri sem þessu.
Með verstu spám sem sést hafa í vetur
�??�?etta er með verstu spám sem við höfum séð í vetur. Núna er úrkoman rigning á láglendi og því eru aðrar hættur og annað sem þarf að huga að. �?að má alveg búast við því að það fari allt á flot. Sérstaklega á höfuðborgarsvæðinu, það er alveg hásunnanátt og við erum ekki með skjól af fjöllum,�?? segir Birta Líf.
Gert er ráð fyrir um 20 �?? 30 m/�??sek meðalvindhraða á höfuðborgarsvæðinu á morgun. �??�?etta er með því versta sem við höfum spáð á höfuðborgarsvæðinu. �?að er viðbúið að þakplötur fjúki og annað sem ekki er fast,�?? segir Birta Líf.
Lægð dagsins fellur í skuggann
Lægðin og veðrið sem fylgir henni fellur vissulega í skuggann af lægð morgundagsins. �??Stormurinn í dag verður engu síður mjög öflugur og ber að taka hann alvarlega. Sunnan- og vestanlands verða 18 �?? 25 m/�??sek og í kvöld verður stormur austanlands,�?? segir Birta Líf. �??Dagurinn á morgun verður verri en það þýðir ekki að dagurinn í dag sé ekki slæmur,�?? segir Birta Líf við mbl.is.