Meðal merkustu safna á landinu öllu í bókum, listaverkum og ljósmyndum
9. júlí, 2017
Vestmannaeyjabær rekur fjögur söfn í Safnahúsi Vestmannaeyja, skjalasafn, listaverkasafn, ljósmyndasafn og bókasafn. �?eirra elst er Bókasafnið, stofnað 1862.
Bókasafn Vestmannaeyja
er eitt af stærri bókasöfnum landsins, með tæplega 100.000 bækur og tímarit, auk vaxandi safns hljóðdiska, hljómdiska, vhs-spóla og annars efnis af því tagi. Svo sem gjarna er í almenningsbókasöfnum eru nýjustu bækurnar vinsælastar og er reynt að kaupa 2-4 eintök af flestu því sem til vinsælda er fallið, s.s. skáldsögur, ævisögur, ljóðasöfn, alþýðlegar fræðibækur hvers kyns o.s.frv. Undanfarin ár hefur útlánum fækkað á safninu í takt við almenna fækkun á landsvísu en síðasta ár varð heldur betur breyting þar á.
Árið 2016 var útlánaaukning upp á rúm 23% sem er þeim mun athyglisverðara að um 4% samdráttur var á sama tíma að meðaltali í útlánum almenningsbókasafna landsins. Eitt af því sem sérkennir Bókasafnið er að það býr við þá sérstöðu sökum landfræðilegrar stöðu sinnar að geta ekki vísað á önnur bókasöfn og þarf því að kaupa efni sem almennt er ekki mikil áhersla lögð á í almenningsbókasöfnum. �?annig eru vandaðar fræðilegar útgáfur á hinum ólíku fræðasviðum, tímarit á sérsviðum o.þ.h. keypt inn á safnið í nokkru mæli sem eykur gæði og fjölbreytileika. Undanfarin ár hefur verið lagður metnaður í að byggja upp átthagadeild safnsins, þ.e. bækur sem fjalla um Vestmannaeyjar eða eru eftir Vestmannaeyinga. �?að safn telur nú á annað þúsund titla.
Einnig eru hér fjölmörg sérsöfn sem ekki hafa runnið inn í meginsafnið. Meðal þeirra eru á annað hundrað bækur úr fórum Sveins Jónssonar, föður Júlíönu Sveinsdóttur eins mesta listamanns
Eyjanna.
Annað slíkt sérsafn eru tæplega tvö þúsund bækur Ingólfs Guðjónssonar frá Oddstöðum. �?að eykur mjög gildi þessa safns að margar bókanna eru innbundnar af Ingólfi sjálfum sem var listabókbindari. Meðal þess sem Ingólfur hefur þaulsafnað og innbundið eru heildarsöfn �?órbergs og Halldórs Laxness í frumútgáfum auk bóka um þjóðleg fræði sem margar eru orðnar fágætar.
Stærsta og merkasta sérsafn Bókasafns Vestmannaeyja er bókagjöf Ágústar Einarssonar prófessors. Með tilkomu þeirrar gjafar er Bókasafnið komið í hóp stærri fágætisbókasafna landsins. Meðal þeirra rösklega tvö þúsund bóka sem um ræðir eru allar biblíuútgáfurnar frá Guðbrandsbiblíu 1584 að telja; Crymogea Arngríms lærða frá 1610; Íslendingabók Ara fróða og Kristni sagan báðar frá 1688; Heimskringla Snorra Sturlusonar í sex binda ritsafninu 1777-1826; frumútgáfur fyrstu bókar helstu skálda frá 18. og 19. öld; Fjölnir, Ný félagsrit, Íslensk sagnablöð og Minnisverð tíðindi, allt í heild sinni og í frumútgáfum. Elst er latínurit frá 1556. Margar bókanna eru aðeins til á fáeinum öðrum söfnum, sumar jafnvel á engu öðru safni. Fágætisbókasafn Ágústar hefur gefið Vestmannaeyingum nýja sérstöðu á landsvísu og nú er unnið að því að koma því fyrir þannig að fyllsta öryggis sé gætt við varðveislu þess og um leið að unnt sé að kynna og sýna úr safninu eftir því sem tilefni gefast.
Skjalasafn Vestmannaeyja
var stofnað árið 1980 og eru í safninu vistuð um 700 hillumetrar af opinberum skjölum og persónulegum einkagögnum einstaklinga úr Vestmannaeyjum. Meðal stærstu einkasafna eru gögn úr fórum sr. Jes Gíslasonar, �?orsteins �?. Víglundsson og Árna Árnasonar símritara. Árið 2012 var úrval úr verkum Árna Árnasonar gefið út í bókinni Eyjar og úteyjalíf en það sem ekki komst í bókina var gert aðgengilegt á heimaslod.is, vef um menningararf Vestmannaeyja. Á skjalasafninu eru varðveittar fágæta heimildir um sögu atvinnuþróunar og mannslífs í Vestmannaeyjum.
Listaverkasafn Vestmannaeyja
hýsir tæplega 700 listaverk sem hafa bæst við í safnið á síðustu tæpum 100 árum. Stærsti hluti safnsins eru vitaskuld málverk eftir okkar þekktustu Eyjalistamenn á borð við Júlíönu Sveinsdóttur, Guðna Hermansen, Engilbert Gíslason og Axel Einarsson. �?á er þar einnig að finna safn 36 listaverka eftir Jóhannes Sveinsson Kjarval sem hjónin Sigfús og Jarþrúður Johnsen afhentu safninu árið 1967.
Ljósmyndasafn Vestmannaeyja
var fram undir 2012 með um 40.000 ljósmynda, þar af um helmingur ljósmyndir Kjartans Guðmundssonar. Sumar mynda Kjartans eru landsfrægar og má t.d. nefna ljósmyndir hans af Kötlugosinu 1918. Árið 2012 var hins vegar brotið í blað í sögu Ljósmyndasafnsins er fjölskylda �?skars Björgvinssonar afhenti gervalt safn hans. Áætlað magn er um 150.000 ljósmyndir og hafði safnið þar með margfaldast.
En stærri urðu skrefin áður en varði. Tveimur árum síðar, eða 2014, var langstærsta ljósmyndasafn í sögu Vestmannaeyja, og a.m.k. eitt allrastærsta safn ljósmynda úr einkaeigu afhent er Sigurgeir Jónasson afhenti sjálfur ásamt fjölskyldu sinni a.m.k. fjórar milljónir ljósmynda. Við þau tímamót varð Ljósmyndasafn Vestmannaeyja eitt stærsta ljósmyndasafn landsins.
Sigurgeir varð heimsfrægur er svonefndar eldingamyndir hans í Surtseyjargosinu birtust í öllum helstu blöðum heimsins undir lok árs 1963 og fyrrihluta árs 1964. Meginþorri mynda Sigurgeirs fjallar aðeins um eitt viðfangsefni �?? Vestmannaeyjar �?? sem fyrir vikið á fágætan aðgang að eigin sögu. Atvinnusagan, mannlífsflóran, breyttir hættir hins daglega lífs, umhverfi sem var, hús sem eru horfin, í senn hversdagsheimur og stórviðburðir Eyjanna er allt óvenjulega aðgengilegt í 70 ára starfi eins manns. Á síðasta ári bættist enn við er um 1.000 teikningar Sigmunds Jóhannssonar voru formlega afhentar til viðbótar við um 10.000 teikningar hans sem þegar voru komnar í hús. Ekki þarf að hafa mörg orð um Sigmunds-teikningarnar, svo rótgrónar sem þær eru orðnar þjóðarsálinni.
Í þessari stuttu samantekt kemur berlega í ljós að Safnahús Vestmannaeyja hýsir margan gullmolann að því er tekur til menningar og sögu Vestmannaeyja og landsins alls. Á vegum Safnahúss og í samstarfi við Sagnheima, byggðasafn er leitast við að draga fram hið markverðasta með reglubundnum sýningum, dagskrám, ráðstefnum og hverju öðru sem að gagni mætti koma við að opna enn frekar aðgang að þeim perlum sem hér eru varðveittar. Í samstarfi Safnahúss og Sagnheima hefur á undanförnum árum verið boðið upp á 50-70 dagskráratriði og sýningar á ári hverju og vonumst við til að það samstarf megi halda lengi áfram �?? enda af nógu að taka þegar hugað er að menningararfi Vestmannaeyja í Safnahúsinu.
-Kári Bjarnason, forstöðumaður
Facebook
X
LinkedIn
Pinterest
Reddit
Email
Print
Skoða blaðið á netinu
6. tbl. 2025
6. tbl. 2025

NÝBURAR

76e2af77 02d9 48eb B73a 24c32e2403ac
4. janúar 2025
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Katrín Rós Óðinsdóttir og Sæþór Örn Garðarsson.

NÝBURAR

Drengur
3. desember 2024
Drengur
Kaupmannahöfn
Selma Jónsdóttir og Matthías Óskarsson

NÝBURAR

Drengursnorrason
23. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Svanhildur Eiríksdóttir og Sindri Sigfússon

NÝBURAR

Lovisu
8. október 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Lovísa Jóhannsdóttir og Jökull Andri Sigurðsson

NÝBURAR

462560821 8781643355208571 772013136079801246 N
17. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Aníta Björk Friðriksdóttir og Sigurbjörn Þórður Árnason.

NÝBURAR

Tandri
13. september 2024
Drengur
Hsu, Vestmannaeyjum.
Dagur Arnarsson og Svava Tara Ólafsdóttir.

NÝBURAR

Bfec0ecf E4f8 466a 89f9 94c607ba1ec5
24. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Óskar Elías Zoega Óskarsson og Díana Ólafsdóttir

NÝBURAR

Natan Orn
14. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Þórey Lúðvíksdóttir og Elías Skæringur Guðmundsson

NÝBURAR

F4c5612c Ae8a 4d77 B83d C5f14f2007fe
26. september 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Þorgeir Þór Friðgeirsdóttir og Elín Inga Halldórsdóttir

NÝBURAR

Moller
20. september 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
William Thomas Möller og Jenný Guðnadóttir.

NÝBURAR

E50c5f3f Ddd5 4ee2 8685 Dad7e0e417ad
2. ágúst 2024
Stúlka
Fæðingadeild HVE, Akranes
Sigurdís Egilsdóttir og Gunnlaugur Örn Guðjónsson

NÝBURAR

Drengur Hristov
2. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Todor Hristov og Marta Möller

NÝBURAR

Nýburi
30. júlí 2024
Stúlka
Heimahúsi á Dalvík
Alexandra Ósk Gunnarsdóttir og Brynjar Ingi Óðinsson

NÝBURAR

Nýfædd stúlka.
4. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Theodóra Ágústsdóttir & Carlos Guani

NÝBURAR

IMG 3174
15. júlí 2024
Drengur
Balingen, Þýskalandi
Sandra Erlingsdóttir og Daníel Þór Ingason

NÝBURAR

tryggvason
30. júní 2024
Drengur
Reykjavík
Tryggvi Stein Ágústsson og Guðný Erla Guðnadóttir

NÝBURAR

nyburar
4. júlí 2024
Drengur
Reykjavík
María Rós Sigurbjörnsdóttir og Bjarni Heimir Kristinsson

NÝBURAR

jon
20. júní 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Logi Snædal Jónsson og Svala Björk Hólmgeirsdóttir

NÝBURAR

Admin Ajax
10. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Unnur Birna Hallgrímsdóttir og Guðmundur Sundström

NÝBURAR

IMG 2282 940x940
29. júní 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Petrúnella Aðalheiður Kristjánsdóttir og Felix Örn Friðriksson
Mest lesið
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.