Nítján fyrirtæki í Vestmannaeyjum voru Framúrskarandi fyrirtæki árið 2024. Eru það um 5% skráðra fyrirtækja í Eyjum. Fyrirtækin á listanum í ár juku meðaltekjur sínar um 12% milli 2022 og 2023 og um 32% árin þar á undan. Þá jókst meðalrekstrarhagnaður þessara fyrirtækja um 183%.
Munar þar mestu um mikla aukningu rekstrarhagnaðar hjá ÍV fjárfestingafélagi ehf. og Fram ehf. sem bæði tengjast Guðbjörgu Matthíasdóttur, stærsta eiganda Ísfélagsins sem fór á markað í lok síðasta árs. Samanlagður rekstrarhagnaður þessara tveggja fyrirtækja eru tæpir 45 milljarðar króna af um 51 milljarðs króna rekstrarhagnaði allra fyrirtækja í Vestmannaeyjum.
Fyrirtækin eru:
Vinnslustöðin hf., Ísfélag hf., VSV Seafood Iceland ehf., Bergur-Huginn ehf., Bergur ehf., Ós ehf., Skipalyftan ehf., Miðstöðin Vestmannaeyjum ehf., Karl Kristmanns umboðs- og heildverslun ehf., Bylgja VE 75 ehf., Faxi ehf., Frár ehf., HS Vélaverk ehf., Grímur kokkur ehf., S.B. Heilsa ehf., Narfi ehf., Einsi Kaldi Veisluþjónusta ehf., Kvika ehf.útgerð og Fiskmarkaður Vestmannaeyja hf.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst