Medilync fékk í dag tvær viðurkenningar í íslensku úrslitunum í Nordic Startup Awards 2016, people´s choice og best IoT startup sem haldin voru í Háskóla Reykjavíkur í hádeginu. �?au fyrirtæki og einstaklingar sem báru sigur úr bítum í hverjum flokki fyrir sig, keppa áfram á Grand Finale kvöldi Nordic Startup Awards, þriðjudaginn 31. maí í Hörpu. Og eru því aðstandendur Medilync á leiðinni á lokakvöldið. Fyrirtækið Medilync ehf var stofnað árið 2012 af þeim Guðmundi Jóni Halldórssyni og eyjamönnunum Jóhanni Sigurði �?órarinssyni og Sigurjóni Lýðssyni. Medilync er fyrirtæki sem vinnur hörðum höndum að nýrri lausn fyrir meðhöndlun á sykursýki. Nordic Startup Awards verðlaunin eru nú haldin í fjórða sinn.
Við óskum þeim félögum að sjálfsögðu innilega til hamingju með viðurkenningarnar.