Þar sem Páley Borgþórsdóttir var að segja í grein sinni að ég væri að fara með rangt mál langar mig að færa rök fyrir máli mínu.
• Í lok síðustu aldar unnu tveir talmeinafræðingar við grunnskóla bæjarins þ.e. við Hamarsskóla og Barnaskóla. Þessir fræðingar voru í hlutastarfi en eins og fróðir menn muna, þá voru skólarnir reknir af ríkinu á þessum árum og því rétt hjá Páley að þeir voru ekki starfsmenn bæjarins.