Í síðustu viku stóðu Eyjafréttir fyrir skoðanakönnun hér á vefnum okkar. Spurt var, ef gengið væri til kosninga í dag, hvaða lista mundir þú kjósa?
Alls tóku 856 þátt. Fyrir Heimaey (H) fengu þar 41% af greiddum atkvæðum, Sjálfstæðisflokkurinn(D) 33%, Eyjalistinn(E) 17% og 9% voru óákveðinn. �?essi atkvæði myndu skiptast þannig að H-listinn fengi þrjá bæjarfulltrúa, D-listinn þrjá og E-listinn einn.
Könnun sem þessa skal taka með þeim fyrirvara að hún einskorðast ekki eingöngu við íbúa Vestmannaeyja, heldur geta allir tekið þátt en þó aðeins kosið einu sinni.