Meistaraflokkur karla heldur Pub Quiz
23. febrúar, 2016
Næstkomandi föstudagskvöld ætla leikmenn ÍBV meistaraflokks karla í knattspyrnu að halda Pub-Quiz fyrir stuðningsmenn og aðra bæjarbúa á Háaloftinu. �?etta verður spurningakeppni í bland við skemmtiatriði ásamt gítarstemmningu og lofa strákarnir ekta Vestmanneyskri gleði. Veglegir vinningar verða í boði fyrir sigurvegara Pub-Quizins og lukkuhjól verður á staðnum.Einnig hafa þeir látið útbúa sérmerktan ÍBV bjór sem verður til sölu um kvöldið.
Húsið opnar klukkan 20:30 og byrjar fjörið stundvíslega klukkan 21:00. �?að verða 3-5 saman liði og það kostar 1500kr inn og fylgir einn bjór með miðanum.
Við hvetjum að sjálfsögðu sem flesta til að mæta, bæði konur og karla.
Skoða blaðið á netinu
Forsida 12 Tbl 2024
12. tbl. 2024
Mest lesið
viðburðir
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst