Meistararnir lána ÍBV miðjumann
17. apríl, 2024
bjarki-bjorn_ibvsp_24
Ljósmynd/ibvsport.is

Knattspyrnumaðurinn Bjarki Björn Gunnarsson hefur gengið til liðs við ÍBV á lánssamningi sem gildir út keppnistímabilið 2024.

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Bjarki kemur til ÍBV á láni en hann lék 11 leiki með ÍBV á síðustu leiktíð, leikirnir hefðu vafalaust verið fleiri ef ekki hefði verið fyrir meiðsli Bjarka, segir í tilkynningu frá knattspyrnudeild ÍBV.

Bjarki leikur að mestu í stöðu miðjumanns en hann verður 24 ára á árinu. Uppeldisfélag Bjarka, Víkingur, lánar ÍBV leikmanninn en samningur hans við Víking rennur út að loknu keppnistímabilinu 2025.

Mest lesið
viðburðir
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst