Nú stendur yfir mikil grisjun á bókum bæði í geymslu og inni á safni og er markmiðið að búa til pláss svo hægt sé að koma þar fyrir bókasafni sem Skúli Helgason, fræðimaður, gaf bókasafninu eftir sinn dag. Um er að ræða mikið safn bóka, fræðibækur, heimildir um sögu, landsvæði og fólk, sem kemur til með að nýtast mörgum við fræðistörf auk þess að vera áhugaverð lesning. Sú kvöð fylgdi gjöfinni á sínum tíma, að bækurnar þyrftu allar að standa saman og ekki mætti lána þær út af safninu. Skúlasafni verður því komið fyrir í nýrri lesstofu sem verður þar sem nú er svokölluð opin geymsla. Í geymslunni hafa verið geymdar bækur sem gefnar hafa verið út fyrir árið 1975. �?essum bókum þarf að finna stað inni á almenningsrými og færa handbækur yfir í lesstofu. �?að verða því allskonar flutningar í gangi fram eftir árinu, sem gestir bókasafnsins ættu þó ekki að finna mikið fyrir.
Haldið verður áfram með viðburði á fimmtudögum klukkan 18. Bíókvöld fyrir börn, sem slegið hafa í gegn, þar sem sýndar hafa verið stuttar myndir sem varpað hefur verið á tjald um skjávarpa. Bíókvöldin hafa slegið í gegn, þar sem mætt hafa að jafnaði milli 30 og 40 börn. Aðrir viðburðir verða í boði á fimmtudögum og er vert að vekja athygli á erindi um íslamska menningu sem haldið verður fimmtudaginn 18. janúar. �?að eru systurnar Ragna og Halla �?lafsdætur sem segja frá námi sínu í Egyptalandi, en þar hafa þær lært arabísku og ýmislegt um íslamska menningu. Erindi og aðrir viðburðir á fimmtudögum eru alltaf ókeypis og er þá boðið upp á kaffi og te. Nú stendur yfir sýning í Gallerí undir stiganum á vegum Byggðasafnsins, en að þessu sinni hafa verið dregin fram gömul leikföng. Áfram verður reynt að setja upp nýja sýningu í galleríinu einu sinni í mánuði og er áhugasömum bent á að hafa samband við menningarfulltrúa �?lfuss ef þeir hafa einhverjar ábendingar eða vilja sjálfir setja upp sýningu. Enginn kostnaður fylgir því að hafa sýningarrýmið og aðstoðar menningarfulltrúi við uppsetningu og kynningu.
Aðrir viðburðir af menningarlegum toga verða að mestu samkvæmt venju. Tónar við hafið skarta framúrskarandi tónlistarfólki eins og Lay Low, Pétri Jónassyni gítarleikara og hljómsveitinni Mannakorni, en einnig verða nemendur tónlistarskóla Árnesinga með tónleika á vordögum. Undirbúningur Hafnardaga og �?jóðahátíðar munu senn hefjast. Hafnardagar verða að venju helgina eftir Verslunarmannahelgi, en þjóðahátíð verður haldin í annað sinn í �?lfusi í haust. �?á verður aftur boðið upp á listasmiðju fyrir börn í sumar og unnin verkefni í samstarfi við skóla og leikskóla.
Menningarnefnd sveitarfélagsins �?lfuss vinnur um þessar mundir að gerð könnunar sem dreift verður til íbúa á næstu vikum. Með spurningum er leitast við að fá viðbrögð íbúa við ýmsu því er tengist menningu og þjónustu við íbúa í sveitarfélaginu. Vonast er til góðrar þátttöku íbúa og að hægt verði að nýta svörin í þá vinnu sem framundan er hjá menningarnefnd við gerð stefnu sveitarfélagsins í menningarmálum.
�?að er von menningarfulltrúa að allir finni eitthvað við sitt hæfi af því sem boðið verður upp á á árinu og að bæði íbúar í �?lfusi og í nágrenninu tak þátt þessa menningarsveiflu og fái notið þess.
Barbara Guðnadóttir
Mennigarfulltrúi �?lfuss
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst