�?nnur umferð lundaralls stendur nú yfir. Fyrst var vitjað um lundaholur í Vestmannaeyjum 13. júlí og þar mældist ábúðin 75%, þ.e. lundar höfðu orpið í þrjár holur af hverjum fjórum.
Dagana 16. og 17. júní var ábúðin 65% þannig að nokkrir lundar höfðu orpið eftir það, að því er segir á Facebook-síðu Náttúrustofu Suðurlands.
�?etta mikil ábúð hefur ekki mælst í Vestmannaeyjum frá 2011. Reiknaður varpárangur er 53% og stefnir í að viðkoman verði um 40%. Of snemmt er að segja til um endanlegan árangur og varpið er seint á ferðinni.