Miðbærinn vatnslaus
18. desember, 2013
Nú rétt fyrir klukkan níu í kvöld rofnaði stór vatnslögn á gatnamótum Herjólfsgötu og Strandvegs. Vatnsflaumurinn rann sína leið eftir Strandveginum og niður á Básaskersbryggju, þar sem myndarleg tjörn hefur myndast. Vegna lekans, er vatnslaust í miðbæ Heimaeyjar en unnið er að viðgerð. Ekki liggur enn ljóst fyrir hversu alvarleg bilunin er en Ívar Atlason, hjá HS-veitum áætlar að á milli 200 til 300 tonn af vatni hafi lekið út á götu og telst lekinn því ansi stór að hans mati. �?víst er hvenær viðgerð lýkur.
Mest lesið
viðburðir
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst