Til stendur að hefja háskólanám í Vestmannaeyjum haustið 2016. Námið verður staðarnám í samstarfi Háskólans í Reykjavík við Háskólann á Akureyri. Námið er þrjár annir sem hægt er að taka á einu ári, haust, vor og sumar og gefur það 84 ECTS einingar. Takmarkið er að ná inn a.m.k. fimmtán nemum fyrsta árið og að þeim fjölgi árlega eftir það. Námið verður fjölbreytt og gefur diploma gráðu í haftengdri nýsköpun auk þess að gilda sem eitt ár í grunnnámi í viðskiptafræði og sjávarútvegsfræði og að einhverju leyti í tækni- og verkfræði og tölvunarfræði.
�?etta kom fram á fundi í Visku á mánudaginn þar sem Árdís Ármannsdóttir framkvæmdastjóri stýrihóps um háskólanám í Eyjum greindi frá undirbúningi sem hófst fyrr á þessu ári. Fundinn sat fólk frá fyrirtækjum, stofnunum og Vestmannaeyjabæ. Að verkefninu standa Vestmannaeyjabær, Samtök atvinnulífsins, Háskólinn í Reykjavík, Háskólinn á Akureyri, mennta- og menningarmálaráðuneyti, iðnaðarráðuneyti, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneyti, MATÍS og Nýsköpunarmiðstöð Íslands. Hugmyndin varð til í Eyjum og í framhaldi af því var stýrihópurinn skipaður í apríl sl. og Árdís ráðin sem framkvæmdastjóri til sex mánaða. Áslaug Ármannsdóttir, verkefnastjóri við Háskólann í Reykjavík hefur nú gengið til liðs við hópinn og kemur hún til með að leiða vinnuna áfram næstu mánuði.
Árdís lagði áherslu á að hugmyndin byggði á mikilvægi þess að hér verði háskólanám og beinast hafi legið við að tengja það sjávarútvegi í sem víðustum skilningi. �??Við erum að undirbúa að opna háskóladeild í haftengdri nýsköpun í Vestmannaeyjum þar sem staðarnámið verður hér en ekki á Akureyri eða Reykjavík. Hér er mikil þekking og reynsla á þessu sviði og áhugi atvinnulífs og samfélags mikill sem er sterkur og nauðsynlegur grunnur að uppbyggingu og starfi deildarinnar,�?? sagði Árdís.
Hún benti á að með þessu sé verið að styrkja byggð í Vestmannaeyjum. �??Háskólar geta spilað stórt hlutverk í byggðaþróun og með staðarnámi sem byggir á sérstöðu svæðisins skapast mikil tækifæri til uppbyggingar í nýsköpun og rannsóknum,�?? sagði Árdís og bætti við að stigvaxandi þörf sé á fólki með fjölbreytta þekkingu og menntun í Eyjum. �??Bara hér í Eyjum er án efa stór markhópur fyrir námið. Nemendur sem eru að útskrifast úr framhaldsskólanum, frumkvöðlar á öllum aldri, millistjórnendur og aðrir einstaklingar sem vilja bæta við sig menntun á háskólastigi. �?etta verður góður stökkpallur fyrir framtíðarstjórnendur og tækifæri fyrir þá að sýna sig og sanna í menntun og starfi. �?etta á ekki bara við um einstaklinga hér í Eyjum heldur af landinu öllu. Fyrir einstaklinga frá öðrum landshornum þá getur þessi viðvera í eitt ár í Eyjum verið eitt stórt atvinnu- og menntaævintýri á nýjum og spennandi stað. Eftir árið er síðan hægt að færa fengna menntun og þekkingu til heimabyggðar.�??
Kostirnir er margir, m.a. sá að fólk bæti við einu ári hér heima eftir framhaldsskóla. �??�?etta verður hagnýtt og praktískt fullgilt háskólanám með áherslu á sjávarútveg sem vekur áhuga og opnar nýjar leiðir. �?að er lánshæft, bæði sem diplomanám og fyrir þá sem vilja halda áfram námi. Hentar ekki síst þeim sem vilja auka við þekkingu sína og rekstrargrunn og jafnvel stofna eigið fyrirtæki. Möguleikar tengdir sjávarútvegi eru miklir eins og þróun síðustu ára sýnir,�?? sagði Árdís að lokum.