“Fyrirlesturinn er hugsaður til að vekja fólk til umhugsunar um að öll höfum við val um hvernig við bregðumst við því sem við þurfum að takast á við í lífinu, hvort heldur sem er í vinnu eða einkalífi og hvort sem viðfangsefnin eru stór eða lítil. Til að ná árangri þurfum við að bera ábyrgð á okkar viðbrögðum og hegðun. Efni fyrirlesarans er byggt á þeirri lífsreynslu minni að berjast við krabbamein þar sem ég nýti markþjálfun mikið ásamt öðru,” segir fyrirlesarinn Arndís Halla Jóhannesdóttir.
Ath. Fyrirlesturinn er öllum opinn