Mikilvægur sigur á Leikni
9. ágúst, 2015
Leiknir og ÍBV mættust í gríðarlega mikilvægum leik fyrr í dag þar sem ÍBV hafði betur 2-0. Með sigrinum hafði ÍBV sætaskipti við Leikni og er ÍBV núna í tíunda sæti deildarinnar með fjórtán stig.
Leiknir byrjaði leikinn betur og kom mark ÍBV á 11. mínútu gegn gangi leiksins þar sem ÍBV hafði lítið látið fyrir sér fara. Jose Sito vann boltann rétt fyrir utan vítateig Leiknis, sendi á Gunnar Heiðar �?orvaldsson sem sendi boltann strax aftur á Sito sem lagði boltann snyrtilega fram hjá Eyjólfi Tómassyni í marki Leiknis. Eftir markið var lið ÍBV mun betra og tóku þeir öll völd á leiknum og áttu nokkur góð færi í kjölfarið. �?egar líða fór á hálfleikinn fóru Leiknismenn að verða mun ákveðnari og fengu nokkur dauðafæri. Undir lok fyrri hálfleiks voru Eyjamenn mjög heppnir að Leiknir náði ekki að jafna metin en þá skallaði Danny Schreurs boltann í slánna.
Jafnræði var með liðunum fram að öðru marki ÍBV en þar var Sito aftur á ferðinni, hann fékk boltann fyrir utan teig Leiknis og lék á nokkra varnarmenn og setti boltann í fjærhornið og staðan orðin 2-0 sem voru jafnframt lokatölur leiksins.
Mest lesið
viðburðir
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst